Trendland.is skuldbindur sig til að afhenda kaupanda vöru eða þjónustu fyrir kaupum í samræmi við skilmála þessa og gildandi rétt. Kaupandi getur skilað vörur til Trendlands innan 14 daga, valið nýja eða fengið hana endurgreidda að fullu, að undanskildum vörum í lið 9.2 að neðan. Trendland.is áskilur sér rétt til að skoða að varan sé í lagi og til að koma í veg fyrir misnotkun á 14 daga skilarétti. Varan þarf að vera í upprunalegu ástandi ásamt umbúðum en ekki er skilyrði að hún sé ónotuð, að undanskildum vörum lið 9.1 og 9.2 að neðan. Reikningur eða kvittun fyrir kaupum eru skilyrði fyrir vöruskilum. Einnig þurfa allir aukahlutir að fylgja með vörunni.
Hvar á að skila vöru?
- Best er að senda tölvupóst á trendland@trendland.is eða í hafa samband flipanum neðst á síðunni og þjónustuverið aðstoðar þig með skil.
Ég er ekki í Reykjavík en vil skila vöru?
- Viðskiptavinir úti á landsbyggðinni geta sent okkur vörurnar.
- Viðskiptavinur greiðir sendingargjald ef hann við skila eða skipta
- Trendland greiðir sendingargjald ef vara er gölluð.
9.1 Aðeins er tekið við þessum vörum í óopnuðum umbúðum:
- Farsímar, tölvur, leikjatölvur, heyrnartól og drónar.
- Rekstravörur, blekhylki, rafhlöður, pappír, ljósaperur, skrifstofuvörur o.s.frv.
- Bækur, DVD og Blu-ray myndir, tónlist, tölvuleikir og spil.
9.2 Eftirfarandi vörur eru ekki með skilarétti:
- Matur og drykkir.
- Heilsuvörur s.s. vítamín, bætiefni, fæðubótarefni o.s.frv.
- Hárvörur, ilmvötn og body spray, förðunarvörur og snyrtivörur.
- Unaðsvörur.
- Nærföt
Ef til endurgreiðslu kemur innan 14 daga frá kaupum, skv. tilmælunum, mun Trendland.is endurgreiða kaupanda vöruna á sama hátt og viðskiptavinur notaði við greiðslu - þ.e. með bakfærslu á kredit- eða debetkortin, niðurfellingu á Netgíró kröfu, innlögn á bankareikning eða með inneign hjá Trendland.is sem kaupandi getur ráðstafað að vild í næstu kaupum hjá Trendland.is.